Um sjóndeild

Skilvirkari umhverfisbirtingar

Sjóndeild var sett á laggirnar fyrri hluta árs 2021. Félagið hefur allt frá þeim tíma unnið að því að þróa frumlega auglýsingafleti og þá sérstaklega með Strætó bs. Auglýsingafletirnir sem um ræðir um borð í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eru auglýsingahandföng og plaköt innandyra en ásamt því eru LED-skjáir í hliðarrúðu vagnanna.

Auk framangreindra auglýsingaflata býður Sjóndeild einnig upp á auglýsingafleti um borð í ferðamannavögnum. Annars vegar í „sightseeing“ vögnum og hins vegar í „Pick up drop off“ vögnum.

Sjóndeild býður upp á ráðgjöf og hönnun auglýsingaefnis.

Merki sjóndeildar